Segir lögregluna hafa vísað á Jón Stóra vegna innheimtu skuldar 20. desember 2010 20:20 „Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón. Mál Jóns stóra Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón.
Mál Jóns stóra Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira