Tími gerjunar 23. júní 2010 05:45 Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun