Auðunn Jónsson úr Breiðabliki og María Guðsteinsdóttir úr Ármanni urðu Íslandsmeistarar í kraftlyftingum um helgina en mótið var nú haldið undir íþrótta- og lyfjaeftirlitslögsögu Kraftlyftinganefndar ÍSÍ og Lyfjaeftirlits ÍSÍ.
Auðunn Jónsson var aðalstjarna Íslandsmótsins 2010 er hann lyfti 390 kílóum í hnébeygju, 265 kílóum í bekkpressu og 345 kílóum í réttstöðulyftu sem er samanlagt 1000 kíló eða heilt tonn.
Þetta er árangur í heimsklassa og það er ljóst að þessi árangur Auðuns og komandi framfarir duga til alþjóðlegra verðlauna og jafnvel evrópu- og heimsmeistaratitils á þessu ári. Evrópumótið 2010 fer fram í Svíþjóð og Heimsmeistaramótið 2010 fer fram í Suður-Afríku.
María Guðsteinsdóttir skein skærast í kvennaflokki og setti Íslandsmet í bæði bekkpressu (103 kíló) og réttstöðulyftu (175,5 kíló) en árangur hennar í bekkpressu myndi duga til til verðlauna á alþjóðlegum mótum. María lyfti 431 kg samanlagt og vann opna flokkinn.
Júlían Karl Jóhann Júlíusson úr Ármanni var útnefndur bestur í unglingaflokki en hann raðaði inn Íslandsmetum þegar lyfti 240 kílóum í hnébeygju, 115 kílóum í bekkpressu og 265 kílóum í réttstöðulyftu. Júlían reyndi svo við Norðurlandamet unglinga, 290,5 kíló, sem hann lyfti en fékk dæmt ógilt vegna smátækniágalla.
Stigahæsta félagsliðið á Íslandsmótinu var Massi frá Ungmennafélaginu Njarðvík en Njarðvíkingar sendu fríðan keppnisflokk á Íslandsmótið.
Mótið fór vel fram undir framkvæmd KRAFT-Mosfellsbæ og Kraftlyftinganefndar ÍSÍ - í glæsilegri umgjörð - og voru áhorfendur um þrjú hundruð yfir keppnisdaginn. Mótsdagurinn var langur eða um tólf klukkustundir sem er gleðileg þróun og verður Íslandsmótið 2011 væntanlega tveggja daga stórmót.
Auðunn lyfti tonni í samanlögðu og Massi vann liðakeppnina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


