„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ 19. maí 2010 06:00 Leiktæki sömu tegundar Tvær kaðlarólur og rennibraut eru á leiktækinu. Þetta tæki, sem er nákvæmlega eins, er stutt frá heimili drengsins sem lést. Rólurnar tvær voru skornar niður eftir slysið á laugardaginn. fréttablaðið/anton „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira