Umhverfisstofnun hefur komið upp svifryksmæli við Kirkjubæjarklaustur í því skyni að fylgjast með áhrifum gjóskufalls á loftgæði austur af Eyjafjallajökli, í jaðri og utan við mesta áhrifasvæði gjóskufallsins.
Mælingar á styrk svifryks hófust í gærkvöldi. Efir fyrstu nótt hefur meðalstyrkur svifryks verið um 25 µg/m 3 (mikrogrömm á rúmmeter) á klukkustund, að fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að sólarhrings heilsuverndarmörk eru 50µg/m 3. Klukkan tíu í morgun voru loftgæði góð.
Umhverfisstofnun mun áfram fylgjast með mælingum og miðla upplýsingum þar um.
Frá Kirkjubæjarklaustri fyrr í vikunni. Mynd/Halldór Jóhannsson
