Á samning hjá Dior og DVF 3. júlí 2010 08:15 Aníta Hirlekar segir það ótrúlegt tækifæri að komast á samning hjá stærstu hönnuðum heims. „Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls Menning Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls
Menning Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira