Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 22:33 Akureyringar reyna hér að stöðva Jón Heiðar Gunnarsson í kvöld. Mynd/Anton Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira