Serena og Zvonareva mætast í úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2010 09:00 Serena Williams á möguleika á að vinna sinn fjórða meistaratitil á Wimbledon. Nordic Photos / Getty Images Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2. Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon. Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra. Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2. Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum. Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum. Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður. Erlendar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira
Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2. Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon. Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra. Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2. Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum. Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum. Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður.
Erlendar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira