Ragna Ingólfsdóttir mun keppa til úrslita í einliðaleik á Iceland International en hún tryggði sér sæti í úrslitaleiknum nú rétt áðan.
Þá lagði Ragna sænsku stúlkuna Sofie Werner í tveim lotum, 21-10 og 21-8. Afar sannfærandi sigur hjá Rögnu.
Ragna mætir Anitu Raj Kaur frá Malasíu í úrslitaleiknum sem fram fer á morgun.
Í tvenndarleik duttu bæði íslensku pörin út í undanúrslitum, Atli Jóhannesson og Snjólaug töpuðu fyrir Fredrik Colberg og Mette Poulsen frá Danmörku 11-21 og 10-21. Róbert Henn og Karitas Ósk Ólafsdóttir töpuðu fyrir Kasper Paulsen og Josephine Van Zaane frá Danmörku 9-21 og 13-21.