Þjónusta Frumherja við OR Orri Hlöðversson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar