Skjálfandi á beinunum vegna stjórnlagaþings Hjörtur Hjartarson skrifar 26. nóvember 2010 15:13 Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun