Button: Tímatakan í Mónakó verður erfið 12. maí 2010 14:25 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Mishibata. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira