Button: Tímatakan í Mónakó verður erfið 12. maí 2010 14:25 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Mishibata. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira