
Lega landsins mikilvæg í ferðaþjónustu
Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins.
LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir.
Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009.
HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára.
UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar.
Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið.
FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu.
Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010.
Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar