Lega landsins mikilvæg í ferðaþjónustu Birkir Hólm Guðnason skrifar 6. janúar 2010 00:01 Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun