Barcelona mun bjóða Brasilíumanninum Ronaldinho vinnu á skrifstofu félagsins þegar knattspyrnuferli hans lýkur.
Sandro Rosell, forseti félagsins, ræddi málið við Ronaldinho í gær en engum sögum fer af viðbrögðum leikmannsins.
Ronaldinho er í miklum metum hjá félaginu og var fagnað eins og hetju í gær þegar Barcelona og AC Milan léku um Gamber-bikarinn.
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, hefur einnig boðið Ronaldinho vinnu eftir að ferlinum lýkur þannig að strákurinn ætti að hafa eitthvað að gera þegar hann hengir upp skóna.