Hrun samfélags 21. október 2010 06:00 Samfélag okkar er í mikilli mótun. Ný samfélagsgerð er ekki í augsýn. Löngu fyrir hrun mátti greina anga verðandi stakkaskipta. Flest bendir til að við lifum hrunadans samfélags jöfnuðar og samheldni, sem eldri kynslóð Íslendinga þekkti. Hugarfar það sem leiddi til hrunsins náði tökum á þjóðinni án mikillar viðspyrnu. Einkenni þess hugarfars er ekki eingöngu græðgi og þjóðremba, heldur er siðferðisleg hnignun áberandi meðal þjóðfélagshópa. Þessi hnignun hefur birst okkur í ýmsum myndum. Óþokkaskap í slagsmálum, hömluleysi í kynferðismálum og ofbeldi á götum og í heimahúsum, glæpsamlegar viðskiptafléttur bankamanna, fláráðir viðskiptajöfrar að koma ránsfé í skjól; og svo allir litlu svikahrapparnir sem vinna svart eða svíkja undan skatti. Allt eru þetta birtingarmyndir siðleysis. Skyldi þessi hegðun vera afrakstur uppeldis eða afleiðing lélegrar tónlistar eða glæpamyndaáhorfs? Íslenskt samfélag hefur tekið á sig tvær ásjónur: aðra félagslega, hina andfélagslega. Hópar hafa sagt skilið við borgaralegt samfélag. Þetta kann líka að vera afleiðing þess að bilið milli ríkra og fátækra breikkar og menningarlæsi fer hrakandi. Hávaðasöm mótmæli og illindi á götum úti eru daglegt brauð. Kannski þarna sé á ferð ótti við að verða undir í þeim félagslegu átökum sem munu fylgja í eftirleik hrunsins?Frjálshyggja eða lýðræðiÞjóðfélagsbreytingar eiga oftast rætur sínar að rekja til ríkjandi efnahagskerfis. Við búum við markaðskerfi. Það byggir á eigingirni og þarfnast einstaklingsfrelsis. Hugmynd frelsisins og hugmynd lýðræðisins stangast á. Frelsið er megininntak frjálshyggjunnar, meðan hugmynd lýðræðisins byggir á jöfnuði. Því frjálsara sem eitt samfélag er, þeim mun meiri hætta er búin almennu sammæli í þjóðfélaginu, en á því hvílir lýðræðislegt og siðað samfélag. Stundum er talað um límið í samfélaginu, sem gerir okkur kleift að sammælast um mikilvæg mál. Við sem fædd erum um miðja sl. öld vorum alin upp við sterkar félagslegar hreyfingar, s.s. stríðandi verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu. Hvert okkar var hluti af heild. Samfélagsleg áhrif trúarinnar voru einnig mikil. Þrátt fyrir margvísleg félagsleg átök skapaði þetta mikla samhyggju í íslenskt þjóðfélag, án þess að úr yrði frelsissvipting. Félagshreyfingar voru andsvar fólks við fátækt og misskiptingu.Þetta var líka mótleikur við einstaklingshyggju. Nú er lítið eftir af þeim félagsmálahreyfingum sem settu svip sinn á öldina. Samvinnuhreyfingin er liðin undir lok og veitir ekkert andóf á markaði. Verkalýðshreyfingin endurómar boðskap markaðarins. Þar er engin barátta, ekkert andóf, bara verðkannanir og hagreikningar. Um samfélagslegan sáttmála Þjóðkirkjunnar ræði ég ekki, læt mér nægja að vitna í síðustu útvarpsmessu, þar sem beðið var um álver í Jesú nafni!Samfélagslegt markaðskerfiÞegar Þjóðverjar endurreistu hagkerfi sitt eftir seinna stríðið þekktu þeir mótsetningu frelsis og lýðræðis. Þeir reyndu að sætta frelsið og lýðræðið með gildum velsæmis og umhyggju. Úr þessu varð það sem þeir nefndu samfélaglegt markaðskerfi eða „Soziale Marktwirtschaft". Merkilegasta hugmynd að baki því var að markaðsbúskapur hvíldi á forsendum, sem hann sjálfur væri ófær um að skapa. Sá sem starfar í anda hámörkunar hagnaðar og rekstrarlegrar hagræðingar er hagsýnn og klókur, en sú hegðun leiðir ekki af sér betra siðferði.Þvert á móti nýtir hann sér siðferði sem er til staðar í samfélaginu. Hann nýtir sér leikreglur heiðarleika og trúnaðar og þess siðgæðis sem samfélagslegar dyggðir hafa skapað. Þessar forsendur eru ekki skapaðar af markaðnum, heldur eru þær til staðar svo markaðurinn geti þrifist. Markaðurinn er siðaspillir. Hann étur upp siðferðisforða þjóðfélagsins. Markaðurinn þarf á gráðugum, sjálfselskum einstaklingum að halda, ásamt agalausum og óseðjandi neytendum. Heilbrigt samfélag þarfnast hins vegar lítillátra samborgara sem eru hjálpfúsir og ánægðir með sitt.„Samfélagslegur markaðsbúskapur" takmarkaði völd fyrirtækjanna með öflugu samkeppniseftirliti og stjórnarsetu fulltrúa starfsmanna, svo og fullri skattlagningu útgreidds arðs. Stöðugleiki og samábyrgð í þýsku efnahagslífi eru arfleifð þessa og undirrót að velgengni Þjóðverja.Tilraunaríki frjálshyggjunnarVið Íslendingar tókum andstæðan pól í hæðina. Ísland var gert að tilraunastofu fyrir hreinræktaðan kapítalisma. Öllum höftum eða hindrunum á markaði var rutt úr vegi og dregið var úr eftirliti með starfsemi markaðarins. Bankar sáu um upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins. Þessi makalausa tilraun leiddi til dýpsta hruns sem eitt samfélag hefur orðið fyrir um langt skeið. Arfleifð þessarar róttæku frjálshyggju er samanburðarhæf við gjaldþrot hagkerfis kommúnista. Afleiðingar hrunsins eiga eftir að vara í áratugi. Þeir sem innleiddu þetta kerfi bera mikla ábyrgð. Og hnattvæðing hagkerfisins heldur áfram.Veraldarvefurinn hefur gert alþjóðleg viðskipti afstrakt og ópersónuleg. Ábyrgðin er ógagnsæ. Fjármálaviðskiptin eru tímalaus. Hagkerfi heimsins vex og gerir út á áframhaldandi hagvöxt. Við eyðum sífellt meira af samfélagslegum auði. Við notum meira af auðlindum, spillum umhverfinu og gerum manneskjuna siðblindari - og þrátt fyrir þetta erum við ekkert ánægðari. Hvað nú? Óbreytt leiðarljós eða reynt að læra af reynslunni? Kannski þjóðin sé of lítil til að geta það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Samfélag okkar er í mikilli mótun. Ný samfélagsgerð er ekki í augsýn. Löngu fyrir hrun mátti greina anga verðandi stakkaskipta. Flest bendir til að við lifum hrunadans samfélags jöfnuðar og samheldni, sem eldri kynslóð Íslendinga þekkti. Hugarfar það sem leiddi til hrunsins náði tökum á þjóðinni án mikillar viðspyrnu. Einkenni þess hugarfars er ekki eingöngu græðgi og þjóðremba, heldur er siðferðisleg hnignun áberandi meðal þjóðfélagshópa. Þessi hnignun hefur birst okkur í ýmsum myndum. Óþokkaskap í slagsmálum, hömluleysi í kynferðismálum og ofbeldi á götum og í heimahúsum, glæpsamlegar viðskiptafléttur bankamanna, fláráðir viðskiptajöfrar að koma ránsfé í skjól; og svo allir litlu svikahrapparnir sem vinna svart eða svíkja undan skatti. Allt eru þetta birtingarmyndir siðleysis. Skyldi þessi hegðun vera afrakstur uppeldis eða afleiðing lélegrar tónlistar eða glæpamyndaáhorfs? Íslenskt samfélag hefur tekið á sig tvær ásjónur: aðra félagslega, hina andfélagslega. Hópar hafa sagt skilið við borgaralegt samfélag. Þetta kann líka að vera afleiðing þess að bilið milli ríkra og fátækra breikkar og menningarlæsi fer hrakandi. Hávaðasöm mótmæli og illindi á götum úti eru daglegt brauð. Kannski þarna sé á ferð ótti við að verða undir í þeim félagslegu átökum sem munu fylgja í eftirleik hrunsins?Frjálshyggja eða lýðræðiÞjóðfélagsbreytingar eiga oftast rætur sínar að rekja til ríkjandi efnahagskerfis. Við búum við markaðskerfi. Það byggir á eigingirni og þarfnast einstaklingsfrelsis. Hugmynd frelsisins og hugmynd lýðræðisins stangast á. Frelsið er megininntak frjálshyggjunnar, meðan hugmynd lýðræðisins byggir á jöfnuði. Því frjálsara sem eitt samfélag er, þeim mun meiri hætta er búin almennu sammæli í þjóðfélaginu, en á því hvílir lýðræðislegt og siðað samfélag. Stundum er talað um límið í samfélaginu, sem gerir okkur kleift að sammælast um mikilvæg mál. Við sem fædd erum um miðja sl. öld vorum alin upp við sterkar félagslegar hreyfingar, s.s. stríðandi verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu. Hvert okkar var hluti af heild. Samfélagsleg áhrif trúarinnar voru einnig mikil. Þrátt fyrir margvísleg félagsleg átök skapaði þetta mikla samhyggju í íslenskt þjóðfélag, án þess að úr yrði frelsissvipting. Félagshreyfingar voru andsvar fólks við fátækt og misskiptingu.Þetta var líka mótleikur við einstaklingshyggju. Nú er lítið eftir af þeim félagsmálahreyfingum sem settu svip sinn á öldina. Samvinnuhreyfingin er liðin undir lok og veitir ekkert andóf á markaði. Verkalýðshreyfingin endurómar boðskap markaðarins. Þar er engin barátta, ekkert andóf, bara verðkannanir og hagreikningar. Um samfélagslegan sáttmála Þjóðkirkjunnar ræði ég ekki, læt mér nægja að vitna í síðustu útvarpsmessu, þar sem beðið var um álver í Jesú nafni!Samfélagslegt markaðskerfiÞegar Þjóðverjar endurreistu hagkerfi sitt eftir seinna stríðið þekktu þeir mótsetningu frelsis og lýðræðis. Þeir reyndu að sætta frelsið og lýðræðið með gildum velsæmis og umhyggju. Úr þessu varð það sem þeir nefndu samfélaglegt markaðskerfi eða „Soziale Marktwirtschaft". Merkilegasta hugmynd að baki því var að markaðsbúskapur hvíldi á forsendum, sem hann sjálfur væri ófær um að skapa. Sá sem starfar í anda hámörkunar hagnaðar og rekstrarlegrar hagræðingar er hagsýnn og klókur, en sú hegðun leiðir ekki af sér betra siðferði.Þvert á móti nýtir hann sér siðferði sem er til staðar í samfélaginu. Hann nýtir sér leikreglur heiðarleika og trúnaðar og þess siðgæðis sem samfélagslegar dyggðir hafa skapað. Þessar forsendur eru ekki skapaðar af markaðnum, heldur eru þær til staðar svo markaðurinn geti þrifist. Markaðurinn er siðaspillir. Hann étur upp siðferðisforða þjóðfélagsins. Markaðurinn þarf á gráðugum, sjálfselskum einstaklingum að halda, ásamt agalausum og óseðjandi neytendum. Heilbrigt samfélag þarfnast hins vegar lítillátra samborgara sem eru hjálpfúsir og ánægðir með sitt.„Samfélagslegur markaðsbúskapur" takmarkaði völd fyrirtækjanna með öflugu samkeppniseftirliti og stjórnarsetu fulltrúa starfsmanna, svo og fullri skattlagningu útgreidds arðs. Stöðugleiki og samábyrgð í þýsku efnahagslífi eru arfleifð þessa og undirrót að velgengni Þjóðverja.Tilraunaríki frjálshyggjunnarVið Íslendingar tókum andstæðan pól í hæðina. Ísland var gert að tilraunastofu fyrir hreinræktaðan kapítalisma. Öllum höftum eða hindrunum á markaði var rutt úr vegi og dregið var úr eftirliti með starfsemi markaðarins. Bankar sáu um upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins. Þessi makalausa tilraun leiddi til dýpsta hruns sem eitt samfélag hefur orðið fyrir um langt skeið. Arfleifð þessarar róttæku frjálshyggju er samanburðarhæf við gjaldþrot hagkerfis kommúnista. Afleiðingar hrunsins eiga eftir að vara í áratugi. Þeir sem innleiddu þetta kerfi bera mikla ábyrgð. Og hnattvæðing hagkerfisins heldur áfram.Veraldarvefurinn hefur gert alþjóðleg viðskipti afstrakt og ópersónuleg. Ábyrgðin er ógagnsæ. Fjármálaviðskiptin eru tímalaus. Hagkerfi heimsins vex og gerir út á áframhaldandi hagvöxt. Við eyðum sífellt meira af samfélagslegum auði. Við notum meira af auðlindum, spillum umhverfinu og gerum manneskjuna siðblindari - og þrátt fyrir þetta erum við ekkert ánægðari. Hvað nú? Óbreytt leiðarljós eða reynt að læra af reynslunni? Kannski þjóðin sé of lítil til að geta það?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar