Illa ígrunduð og niðrandi skrif Sigurjón Þórðarson skrifar 3. desember 2010 06:30 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.Eftir fyrstu endurskoðun á óvægnum niðurskurðartillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðisþjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boðaðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geta leitt til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreytingar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbyggingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráðamenn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá norrænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutningum úr heimabyggð. Forgangsröðum frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldraðir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.Eftir fyrstu endurskoðun á óvægnum niðurskurðartillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðisþjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boðaðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geta leitt til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreytingar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbyggingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráðamenn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá norrænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutningum úr heimabyggð. Forgangsröðum frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldraðir ekki.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar