Athugasemd vegna frétta af fangaflugi Kristrún Heimisdóttir skrifar 7. desember 2010 11:32 Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein WikiLeaks Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar