Það verður ekkert úr því að Javier Mascherano fari frá Liverpool til ítalska liðsins Internazionale en argentínski landsliðsmaðurinn er þess í stað orðaður sterklega við spænsku meistarana í Barcelona í spænska blaðinu El Mundo Deportivo í dag.
Massimo Moratti, forseti Internazionale, sagði í gær að félagið hefði ekki efni á Mascherano í viðtölum við ítalska fjölmiðla en flestir bjuggust við að Mascherano myndi fylgja Rafel Benitez til Inter.
Það sem eykur líkurnar á að Javier Mascherano fari frá Anfield til Katalóníu er að Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur mikinn áhuga á því að fá Aliaksandr Hleb til sín.
Liverpool vill fá 20 milljónir punda fyrir Javier Mascherano en tilboð Barca gæti hljóðað upp á tíu milljónir punda plús Hvít-Rússann snjalla Aliaksandr Hleb í kaupbæti.
Aliaksandr Hleb hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Barcelona síðan að hann kom þangað frá Arsenal og var í láni hjá Stuttgart á síðasta tímabili.
Barcelona býður Liverpool Hleb og pening fyrir Mascherano
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
