Jólagjafir með hagtölugleraugum 1. desember 2010 09:00 Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s Fréttir Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s
Fréttir Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira