Barcelona vann í kvöld 5-0 útisigur á Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni en Lionel Messi skoraði þrennu í leiknum.
Messi skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Barcelona í leiknum en hitt skoraði varnarmaðurinn Carles Puyol. Fimmta markið var svo sjálfsmark Ezequiel Luna þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Barcelona er því enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en fyrr í kvöld vann Real Madrid 2-0 sigur á Mallorca á heimavelli.
Valencia skaust upp í þriðja sætið með 3-1 sigri á Xerex þar sem að Sevilla tapaði fyrir Racing Santander á heimavelli, 2-1.