Borgarbúar vilja ekki skattahækkanir Kjartan Magnússon skrifar 6. desember 2010 05:00 Í umræðum fyrir borgarstjórnarkosningar sl. vor var það almennt viðhorf að vel hefði verið haldið á fjármálum Reykjavíkurborgar kjörtímabilið 2006-10 og að staða borgarsjóðs væri góð. Umræður snerust því öðru fremur um hvernig tryggja ætti áframahaldandi góða fjárhagsstöðu. Nú er lögleyft hámarksútsvar 13,28% af launatekjum en á síðasta kjörtímabili var sú stefna mörkuð undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn að miða ekki við það hámark heldur 13,03%. Í því sambandi voru frambjóðendur oft spurðir um það í fjölmiðlum og á kosningafundum sl. vor hvort nauðsynlegt yrði að hækka útsvar og aðrar álögur á Reykvíkinga á nýju kjörtímabili. Athyglisvert er að sjá hvernig oddvitar stjórnmálaflokkanna svöruðu þessum spurningum í kosningabaráttunni. · Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði ekki frá þeirri stefnu að útsvarsprósentan skyldi ekki hækkuð. Flokkurinn fékk fimm borgarfulltrúa kjörna. · Vinstri græn hvikuðu ekki frá þeirri stefnu sinni að útsvarsprósentan skyldi ætíð vera í hámarki. Framboðið kom einum borgarfulltrúa að. · Samfylkingin svaraði út og suður og þar með var ljóst að flokkurinn stæði við fyrri stefnu um að útsvarsprósentan skyldi hækkuð. Flokkurinn fékk þrjá borgarfulltrúa. · Besti flokkurinn lofaði því að hækka ekki útsvarsprósentuna og oddviti hans, Jón Gnarr, bætti um betur og var eina borgarstjóraefnið, sem sagði vafningalaust að hann vildi beinlínis lækka hana. Flokkurinn fékk sex borgarfulltrúa kjörna og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Vilji kjósenda var skýr: Þeir flokkar, sem vildu hækka útsvarið, fengu 26% fylgi og fjóra borgarfulltrúa kjörna. Þeir flokkar, sem vildu ekki hækka útsvarið fengu 68% fylgi og ellefu fulltrúa kjörna. Það tók borgarfulltrúa Samfylkingarinnar aðeins nokkra mánuði að heilaþvo óreynt borgarstjórnarlið Besta flokksins og sannfæra þá um að bráðnauðsynlegt væri að færa meira fé frá fólkinu til Kerfisins. Meirihluti þessara flokka hefur nú samþykkt hækkun útsvarsprósentunnar og þannig brotið vilja mikils meirihluta Reykvíkinga á bak aftur. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík lítur greinilega á skattgreiðendur sem auðlind, er nýta eigi til hins ýtrasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Í umræðum fyrir borgarstjórnarkosningar sl. vor var það almennt viðhorf að vel hefði verið haldið á fjármálum Reykjavíkurborgar kjörtímabilið 2006-10 og að staða borgarsjóðs væri góð. Umræður snerust því öðru fremur um hvernig tryggja ætti áframahaldandi góða fjárhagsstöðu. Nú er lögleyft hámarksútsvar 13,28% af launatekjum en á síðasta kjörtímabili var sú stefna mörkuð undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn að miða ekki við það hámark heldur 13,03%. Í því sambandi voru frambjóðendur oft spurðir um það í fjölmiðlum og á kosningafundum sl. vor hvort nauðsynlegt yrði að hækka útsvar og aðrar álögur á Reykvíkinga á nýju kjörtímabili. Athyglisvert er að sjá hvernig oddvitar stjórnmálaflokkanna svöruðu þessum spurningum í kosningabaráttunni. · Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði ekki frá þeirri stefnu að útsvarsprósentan skyldi ekki hækkuð. Flokkurinn fékk fimm borgarfulltrúa kjörna. · Vinstri græn hvikuðu ekki frá þeirri stefnu sinni að útsvarsprósentan skyldi ætíð vera í hámarki. Framboðið kom einum borgarfulltrúa að. · Samfylkingin svaraði út og suður og þar með var ljóst að flokkurinn stæði við fyrri stefnu um að útsvarsprósentan skyldi hækkuð. Flokkurinn fékk þrjá borgarfulltrúa. · Besti flokkurinn lofaði því að hækka ekki útsvarsprósentuna og oddviti hans, Jón Gnarr, bætti um betur og var eina borgarstjóraefnið, sem sagði vafningalaust að hann vildi beinlínis lækka hana. Flokkurinn fékk sex borgarfulltrúa kjörna og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Vilji kjósenda var skýr: Þeir flokkar, sem vildu hækka útsvarið, fengu 26% fylgi og fjóra borgarfulltrúa kjörna. Þeir flokkar, sem vildu ekki hækka útsvarið fengu 68% fylgi og ellefu fulltrúa kjörna. Það tók borgarfulltrúa Samfylkingarinnar aðeins nokkra mánuði að heilaþvo óreynt borgarstjórnarlið Besta flokksins og sannfæra þá um að bráðnauðsynlegt væri að færa meira fé frá fólkinu til Kerfisins. Meirihluti þessara flokka hefur nú samþykkt hækkun útsvarsprósentunnar og þannig brotið vilja mikils meirihluta Reykvíkinga á bak aftur. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík lítur greinilega á skattgreiðendur sem auðlind, er nýta eigi til hins ýtrasta.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun