Valsmenn munu vonandi fjölmenna í Vodafonehöllina í dag enda er sannkölluð bikarveisla í boði.
Bæði kvenna- og karlalið félagsins spila í dag í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppninnar.
Klukkan 16.00 taka Valsstúlkur á móti Stjörnunni og klukkan 18.00 er komið að strákunum er Grótta mætir í Vodafonehöllina.
Sá leikur er endurtekning á úrslitaleiknum frá því í fyrra en þá vann Valur sigur. Grótta á því harma að hefna í dag.