Víkingarnir Guðmundur Eggert Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í borðtennis.
Þetta var 17. Íslandsmeistaratitill Guðmundar í röð en hann hefur haft yfirburði í íþróttinni hér á landi síðan hann var barn.
Hann vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil aðeins 11 ára gamall og hefur ekki litið til baka síðan.