Aðgangsmiði í fínar og frægar merkjaverslanir 26. apríl 2010 07:00 Hjónin Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa slegið í gegn með hönnun sinni. Þau hanna nú skó fyrir franska tískuhúsið Rue de Mail. Fréttablaðið/valli Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira