Vettel og Webber ósamála um áreksturinn 30. maí 2010 17:58 Sebastian Vettel var funheitur eftir að hafa fallið úr keik, eftir árekstur við liðsfélaga sinn Mark Webber hjá Red Bull í dag. Þeir misstu af mögulegum sigri vegna atviksins. mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira