Vettel og Webber ósamála um áreksturinn 30. maí 2010 17:58 Sebastian Vettel var funheitur eftir að hafa fallið úr keik, eftir árekstur við liðsfélaga sinn Mark Webber hjá Red Bull í dag. Þeir misstu af mögulegum sigri vegna atviksins. mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira