Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum 17. apríl 2010 03:30 Karl Wernersson Stjórnarformaður Milestone var umsvifamikill í íslensku efnahagslífi fram að hruni. Tryggingafélagið Sjóvá var í fjárhagslegri rúst eftir aðkomu Karls og tengdra aðila að því. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent