Hvernig Alþingi? 4. september 2010 06:00 Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar