Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum lauk í Svíþjóð í dag. Auðunn Jónsson fór fyrir íslensku sveitinni og honum tókst að setja tvö Íslandsmet á mótinu.
Auðunn lyfti 1.000 kg í samanlögðu og sá árangur dugði honum í áttunda sætið í +125 kg flokki.
Árni Freyr Stefánsson keppti einnig í sama flokki og lenti hann í tíunda sæti með 845 kg í heildina.
Það var Pólverjinn Daniel Grabowski sem hreptti gullið en hann lyfti 1.062,5 kg samanlagt.