Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn 23. mars 2010 04:15 Með BBC á línunniþ Þau Anna og Þorkell óttast ekki gosið í Eyjafjallajökli, en líklega renna á þau tvær grímur ef Katla gýs einnig. Börn þeirra, Þorgerður og Runólfur, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu heldur. Fréttablaðið/vilhelm Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira