Ný vinnubrögð Jón Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar