Mynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara á Fréttablaðinu, hefur verið kjörinn flottasta myndin af fimmtán ljósmyndum víðsvegar úr heiminum á heimasíðu fréttastöðvarinnar MSNBC.
Ríflega átta þúsund hafa kosið myndina hans en þar má finna safn gríðarlega flottra mynda frá öllum heimshornum.
Myndin hans Vilhelms er af gosinu í Eyjafjallajökli og er tekin í ljósaskiptunum. Hún er mjög dramatísk og augnkonfekt.
Hér er hlekkur á síðuna. Svo er annar hlekkur hér fyrir þá sem vilja skoða allar myndirnar.