Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar 7. apríl 2010 12:00 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, staðfesti í samtali við fréttastofu að aðilum hafi verið birtar stefnur og málið verði þingfest í lok mánaðarins. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst það um 6 milljarða króna lán til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar sem var veitt árið 2008. Þeir voru meðal stærstu hluthafa bankans í gegnum FL Group. Fjórir starfsmenn Glitnis fengu einnig stefnu. Þeir eru Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri, Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Magnús og Rósant áttu sæti í áhættunefnd bankans og Guðný var lánastjóri félagsins sem fékk lánið. Þau eru öll lykilstarfsmenn hjá Íslandsbanka í dag og voru send í leyfi þegar þeim voru birtar stefnurnar fyrir páska. Ekki fást upplýsingar um með hvaða hætti starfsmennirnir tengjast málinu að öðru leyti en því að hafa haft aðkomu að lánveitingunni í gegnum starf sitt. Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, staðfesti í samtali við fréttastofu að aðilum hafi verið birtar stefnur og málið verði þingfest í lok mánaðarins. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst það um 6 milljarða króna lán til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar sem var veitt árið 2008. Þeir voru meðal stærstu hluthafa bankans í gegnum FL Group. Fjórir starfsmenn Glitnis fengu einnig stefnu. Þeir eru Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri, Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Magnús og Rósant áttu sæti í áhættunefnd bankans og Guðný var lánastjóri félagsins sem fékk lánið. Þau eru öll lykilstarfsmenn hjá Íslandsbanka í dag og voru send í leyfi þegar þeim voru birtar stefnurnar fyrir páska. Ekki fást upplýsingar um með hvaða hætti starfsmennirnir tengjast málinu að öðru leyti en því að hafa haft aðkomu að lánveitingunni í gegnum starf sitt.
Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32
Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42
Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00
Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. 7. apríl 2010 13:30
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03