Enski boltinn

Rooney frá í tvær til fjórar vikur - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wayne Rooney yfirgaf Þýskaland á hækjum í gærkvöldi.
Wayne Rooney yfirgaf Þýskaland á hækjum í gærkvöldi.

Wayne Rooney verður líklega frá keppni í tvær til fjórar vikur. Sky fréttastofan hefur greint frá þessu. Rooney meiddist á ökkla í tapi Manchester United gegn Bayern München í gær.

Það er því ljóst að Rooney verður ekki með gegn Chelsea á laugardaginn í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og missir einnig af seinni leiknum gegn Bayern München.

William Hill-veðbankinn á Englandi tilkynnti í morgun að hann hafi að hækkað stuðulinn á að enska landsliðið hampi heimsmeistaratitlinum í sumar. Stuðullinn fór úr 5:1 yfir í 6:1.

Ástæðan fyrir þessari hækkun eru meiðsli Rooney en veðbankinn telur að sigurmöguleikar Englands á mótinu minnki verulega ef Rooney verður ekki heill á mótinu.

„Ef það eru minnstu möguleikar á því að Wayne Rooney geti ekki spilað þá hefur það klárlega áhrif á sigurlíkur landsliðsins," sagði Graham Sharpe, talsmaður William Hill. Samkvæmt nýjustu fréttum þurfa Englendingar þó ekki að óttast núna að Rooney verði ekki með á HM.

Smelltu hér til að sjá myndband af Rooney meiðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×