Rányrkja á makríl 2. september 2010 05:00 Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun