Real Madrid vann í kvöld 2-0 sigur á Real Mallorca í mikilli snjókomu á Santiago Bernabeu í kvöld.
Það voru þeir Gonzalo Higuain og Esteban Granero sem skoruðu mörk Real í kvöld.
Real hafði mikla yfirburði í leiknum og hefði getað skorað mun fleiri mörk. Liðið kom sér í efsta sæti deildarinnar með sigrinum en Barcelona getur endurheimt það með sigri á Tenerife á útivelli í kvöld.