Beint lýðræði ný stjórnarskrá Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2010 06:00 Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg".
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar