Það sem hefur verið afskrifað er aðeins toppurinn á ísjakanum Valur Grettisson skrifar 30. nóvember 2010 22:08 Steinþór Pálsson. „Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór. Stím málið Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
„Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór.
Stím málið Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira