Veislan heldur áfram í herbúðum ítalska félagsins Inter en nú berast fregnir af því að leikmenn liðsins séu orðnir brjálaðir út í Samuel Eto´o.
Félögum Eto´o finnst hann vera allt of eigingjarn og ekki hugsa um neitt annað en afturendann á sjálfum sér á vellinum.
"Það er smá sjálfselska uppi á toppnum," sagði Brasilíumaðurinn Maicon eftir leikinn gegn Roma um helgina.
Ítalskir fjölmiðlar segja að stemningin í búningsklefa liðsins sé allt annað en góð.
Rafa Benitez, þjálfari liðsins, er því í bullandi vandræðum.