Hverjir þurfa að hugsa sinn gang? Karólína Einarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:00 Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar