Hvernig þarf þjóðaratkvæðagreiðslan að vera? Þingmenn Hreyfingarinnar skrifar 8. janúar 2010 17:00 Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Þór Saari Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun