Hvorki gengur né rekur hjá Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í gær fyrir Palermo á heimavelli, 3-1.
Juventus hefur gengið skelfilega í upphafi tímabilsins en liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Javier Pastore, Josip Ilicic og Cesare Bovo komu Palermo í 3-0 á Ólympíuleikvanignum í Tórínó í gær áður en Vincenzo Iaquinta minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiksins.
Knattspyrnustjóri Juventus er Luigi Del Neri sem náði góðum árangri með sampdoria á síðustu leiktíð. Hann tók við starfinu af Albero Zaccheroni sem aftur var aðeins í starfi hjá félaginu í hálft tímabil. Hann hafði tekið við af Ciro Ferrrar sem var rekinn í janúar síðastliðnum.
Hörmulegt gengi Juventus heldur áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti