Leikfléttan í kringum þjálfaramál Inter kom engum á óvart. Brasilíumaðurinn Leonardo tók við liðinu af Rafa Benitez en þessu hafa fjölmiðlar verið að spá í margar vikur.
Ráðning Leonardo var staðfest á aðfangadag en hann gerir óvenju stuttan samning eða til eins og hálfs árs.
Þessi 41 árs gamli þjálfari var áður við stjórnvölinn hjá nágrönnunum í AC Milan. Hann byrjar að vinna fyrir félagið þann 29. desember.
"Við trúum því að hann se þjálfari sem búi yfir miklum klassa og hæfileikum sem muni rífa félagið aftur upp," sagði í yfirlýsingu frá Inter.