Tillögur um bönn ekki úthugsaðar 20. október 2010 02:00 helgileikur í öskjuhlíðarskóla Þeir nemendur sem vilja fara í heimsókn í kirkju á ári hverju og setja upp helgileik í skólanum.mynd/jóhann Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðsins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðarhaldi almennt. Mögulega hafi tillögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálmar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Margrétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðarhaldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhátíða sem eru til staðar í íslensku samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðventan eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trúarlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira