Útlit er fyrir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho verði frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á æfingu með AC Milan í gær.
Ronaldinho tognaði á vöðva og mun því ekki spila með AC Milan á Emirates-mótinu en Milan mætir Arsenal á laugardaginn.
Talið var líklegt fyrr í sumar að hann myndi jafnvel fara til félags í Bandaríkjunum en nú er ljóst að hann verður áfram á Ítalíu.