Renault vill halda Kubica frá Ferrari 18. maí 2010 10:57 Robert Kubica ók vel á götum Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier. Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier.
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira