Renault vill halda Kubica frá Ferrari 18. maí 2010 10:57 Robert Kubica ók vel á götum Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier. Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier.
Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti