Renault vill halda Kubica frá Ferrari 18. maí 2010 10:57 Robert Kubica ók vel á götum Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira