Siðferði þjóðarinnar verður ekki breytt með stjórnarskrá Inga Lind Karlsdóttir skrifar 22. október 2010 10:40 Augljóst er að það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt fyrir kjósendur að kynna sér hvað hver og einn frambjóðandi til stjórnlagaþingsins stendur fyrir. Slíkur er fjöldinn. Þar af leiðandi er ekki langsótt að spá því að fólk muni skipta frambjóðendum í tvo hópa, annars vegar þá sem vilja gerbreyta stjórnarskránni af því að hún sé mjög gölluð og hins vegar þá sem telja hana ágæta fyrir sitt leyti en eru samþykkir því að margt megi endurskoða, sumu breyta og annað bæta. Undirrituð myndi flokkast í síðari hópinn. Það er þarft verk að endurskoða stjórnarskrána og breyta má mörgu, enda er þar enn að finna óskýrar greinar og jafnvel gamla, danska texta sem valda misskilningi, þrátt fyrir að menn hafi um dagana lagt sig fram um að gera á henni breytingar í sátt við meirihluta þjóðarinnar. Það er þó misskilningur að stjórnarskráin okkar sé ekkert annað en bein þýðing á þeirri dönsku. Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur bent á, hafa verið gerðar breytingar á íslensku stjórnarskránni að meðaltali einu sinni á áratug. Það verður að teljast býsna mikið. Þær breytingar hafa verið til bóta. Mannréttindakaflinn er skýrasta dæmið um það en einnig hafa verðar gerðar talsverðar breytingar á ýmsu sem snýr að Alþingi. Stjórnarskráin er ekki fornminjar, eins og sumir hafa gengið svo langt að halda fram. Mikilvægast er þó, í allri umræðu um stjórnarskrána, að tengja hana alls ekki við fall gjaldmiðilsins og bankanna. Efnahagshrunið á Íslandi er ekki stjórnarskránni að kenna og endurskoðun á henni þýðir ekki endurreisn samfélagsins. Siðferði þjóðarinnar og gildum hennar verður ekki breytt með stjórnarskrá. Margir hafa bent á ágæti bandarísku stjórnarskrárinnar en hafa ber í huga að hversu góð sem hún er, hefur t.d. spillingu ekki verið útrýmt í Bandaríkjunum, þrátt fyrir aðskilnað löggjafans og framkvæmdavaldsins. Að kosningum loknum kemur þingið svo saman, skipað 25 til 31 þingmanni sem gera má ráð fyrir að hafi svo ólíkar skoðanir á stjórnarskránni að þeir verða sumir hverjir á öndverðum meiði. Ég er ekki búin að semja stjórnarskrá í huganum og ég býð mig ekki fram á þetta þing með það að augnamiði að rífast við þá sem eru með aðrar hugmyndir en ég. Ég tel mig hins vegar þekkja nokkuð vel til sögunnar og hef kynnt mér stjórnskipun annarra ríkja. Þeir sem á þingið veljast verða allir að setjast niður með opnum hug og sameinast í góðum og skynsamlegum samræðum um stjórnarskrána. Markmiðið á að vera að bæta hana og það má alls ekki knýja pólitíska hugmyndafræði inn í hana. Mikill meirihluti þjóðarinnar verður að vera sáttur við breytingarnar. Vera má að sú gagnrýni sé réttmæt að nú sé ekki rétti tíminn til að eyða tíma og fjármunum í að endurskoða stjórnarskrána. Sú ákvörðun liggur þó fyrir og henni verður ekki breytt auðveldlega. Þess vegna er enn mikilvægara en nokkru sinni að vandað verði til verksins og fólk gefi sér eins góðan tíma og kostur er til að bræða saman ólík sjónarmið á þinginu. Verum raunsæ og gerum ráð fyrir að þingið starfi lengur en í þá tvo mánuði sem miðað hefur verið við hingað til. Ef vinnan misheppnast, hver höndin verður upp á móti annarri á þinginu og þingmenn í einstrengingslegum málflutningi alla daga, er betur heima setið en að af stað farið. Hundruð milljóna króna munu þar fara í súginn. Takist þessi vinna hins vegar vel og úr verður almennilegt frumvarp að góðri, heilsteyptri og skiljanlegri stjórnarskrá, sem Alþingi tekur svo til umfjöllunar, styrkist vonin um að íslenska þjóðin nái því jafnvægi sem hún leitar að núna. Þrátt fyrir áhyggjur sumra af fjölda frambjóðenda og framkvæmd kosninganna, ætla ég að halda áfram að vera bjartsýn. Það hlýtur að vera óhætt ad fagna því að slíkur fjöldi vilji taka þátt. Ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn á að þessi lýðræðislega tilraun eigi eftir að verða okkur til gagns og heilla. Inga Lind Karlsdóttir frambjóðandi til stjórnlagaþings 2011 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Lind Karlsdóttir Stjórnlagaþing Stjórnarskrá Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Augljóst er að það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt fyrir kjósendur að kynna sér hvað hver og einn frambjóðandi til stjórnlagaþingsins stendur fyrir. Slíkur er fjöldinn. Þar af leiðandi er ekki langsótt að spá því að fólk muni skipta frambjóðendum í tvo hópa, annars vegar þá sem vilja gerbreyta stjórnarskránni af því að hún sé mjög gölluð og hins vegar þá sem telja hana ágæta fyrir sitt leyti en eru samþykkir því að margt megi endurskoða, sumu breyta og annað bæta. Undirrituð myndi flokkast í síðari hópinn. Það er þarft verk að endurskoða stjórnarskrána og breyta má mörgu, enda er þar enn að finna óskýrar greinar og jafnvel gamla, danska texta sem valda misskilningi, þrátt fyrir að menn hafi um dagana lagt sig fram um að gera á henni breytingar í sátt við meirihluta þjóðarinnar. Það er þó misskilningur að stjórnarskráin okkar sé ekkert annað en bein þýðing á þeirri dönsku. Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur bent á, hafa verið gerðar breytingar á íslensku stjórnarskránni að meðaltali einu sinni á áratug. Það verður að teljast býsna mikið. Þær breytingar hafa verið til bóta. Mannréttindakaflinn er skýrasta dæmið um það en einnig hafa verðar gerðar talsverðar breytingar á ýmsu sem snýr að Alþingi. Stjórnarskráin er ekki fornminjar, eins og sumir hafa gengið svo langt að halda fram. Mikilvægast er þó, í allri umræðu um stjórnarskrána, að tengja hana alls ekki við fall gjaldmiðilsins og bankanna. Efnahagshrunið á Íslandi er ekki stjórnarskránni að kenna og endurskoðun á henni þýðir ekki endurreisn samfélagsins. Siðferði þjóðarinnar og gildum hennar verður ekki breytt með stjórnarskrá. Margir hafa bent á ágæti bandarísku stjórnarskrárinnar en hafa ber í huga að hversu góð sem hún er, hefur t.d. spillingu ekki verið útrýmt í Bandaríkjunum, þrátt fyrir aðskilnað löggjafans og framkvæmdavaldsins. Að kosningum loknum kemur þingið svo saman, skipað 25 til 31 þingmanni sem gera má ráð fyrir að hafi svo ólíkar skoðanir á stjórnarskránni að þeir verða sumir hverjir á öndverðum meiði. Ég er ekki búin að semja stjórnarskrá í huganum og ég býð mig ekki fram á þetta þing með það að augnamiði að rífast við þá sem eru með aðrar hugmyndir en ég. Ég tel mig hins vegar þekkja nokkuð vel til sögunnar og hef kynnt mér stjórnskipun annarra ríkja. Þeir sem á þingið veljast verða allir að setjast niður með opnum hug og sameinast í góðum og skynsamlegum samræðum um stjórnarskrána. Markmiðið á að vera að bæta hana og það má alls ekki knýja pólitíska hugmyndafræði inn í hana. Mikill meirihluti þjóðarinnar verður að vera sáttur við breytingarnar. Vera má að sú gagnrýni sé réttmæt að nú sé ekki rétti tíminn til að eyða tíma og fjármunum í að endurskoða stjórnarskrána. Sú ákvörðun liggur þó fyrir og henni verður ekki breytt auðveldlega. Þess vegna er enn mikilvægara en nokkru sinni að vandað verði til verksins og fólk gefi sér eins góðan tíma og kostur er til að bræða saman ólík sjónarmið á þinginu. Verum raunsæ og gerum ráð fyrir að þingið starfi lengur en í þá tvo mánuði sem miðað hefur verið við hingað til. Ef vinnan misheppnast, hver höndin verður upp á móti annarri á þinginu og þingmenn í einstrengingslegum málflutningi alla daga, er betur heima setið en að af stað farið. Hundruð milljóna króna munu þar fara í súginn. Takist þessi vinna hins vegar vel og úr verður almennilegt frumvarp að góðri, heilsteyptri og skiljanlegri stjórnarskrá, sem Alþingi tekur svo til umfjöllunar, styrkist vonin um að íslenska þjóðin nái því jafnvægi sem hún leitar að núna. Þrátt fyrir áhyggjur sumra af fjölda frambjóðenda og framkvæmd kosninganna, ætla ég að halda áfram að vera bjartsýn. Það hlýtur að vera óhætt ad fagna því að slíkur fjöldi vilji taka þátt. Ég ætla að halda áfram að vera bjartsýn á að þessi lýðræðislega tilraun eigi eftir að verða okkur til gagns og heilla. Inga Lind Karlsdóttir frambjóðandi til stjórnlagaþings 2011
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun