Hvít-Rússinn Aliaksandr Hleb er enn að velta fyrir sér hvað hann eigi að gera í vetur. Hann er í eigu Barcelona sem vill ekki sjá hann.
Hann fór að láni til Stuttgart í fyrra en daðrar nú við að komast í ítölsku úrvalsdeildina.
Umboðsmaður hans segir koma til greina að fara til AC Milan en öll mál Hleb virðast vera á byrjunarpunkti.